mánudagur, mars 28, 2005

Gærkvöldið var nokkuð nett og var partýið hjá Kalla og Dísu örugglega það lang besta sem haldið hefur verið á þessari öld og ekki versnaði það nú þegar Baddi Rugl og frú mættu í hús ÞVÍLÍK STEMMING, ÞVÍLÍKIR TAKTAR ! Ég á bara ekki orð til þess að lýsa öllu þessu fjöri.
En eftir Partýið tók nú sjálfur sveiflukóngurinn við og eigum við ekki bara að kalla þetta ball aldarinnar, það er nú ekki verra að hafa farið í partý aldarinnar og ball aldarinnar allt á sama kvöldi en það var allavega ekki stoppað lengi á balli og bílstjóranum (sem er ég) var hent út í bíl og sagt að keyra strax heim hvað sem olli þessum æsingi í farþegum bílsins veit ég ekki en þau vita það kannski best sjálf.
Kær Kveðja
Gumpur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home