þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ætli leiðinlegt fólk geri sér grein fyrir því að það sé leiðinlegt eða er því bara sama að það sé leiðinlegt. Sjálfur veit ég kannski ekki hvort ég sé voðalega skemmtilegur eflaust finnst einhverjum ég leiðinlegur og pirrandi en jafnvel einhverjum finnst ég skemmtilegur ég sjálfur skynja það mjög vel ef ég er leiðinlegur við einhvern eða er með leiðindarstæla en ég held að fólk sem er alltaf með stæla og er alltaf leiðinlegt geri sér ekki alveg grein fyrir þessu. Afhverju ætli það sé ekki til meðferð fyrir leiðinlegt fólk og gera þetta fólk bara skemmtilegt innst inni er þetta fólk jafnvel alveg fínustu sálir en hvernig ætti að dæma um það hvort einhver sé leiðinlegur held það þyrfti einfaldlega að vera með einhverja Idol dómnefnd í þessum málum sem dæmir um það hvort viðkomandi sé leiðinlegur. Allavega hef ég komist að þeirri niðurstöðu að leiðinlegt fólk er bara veikt hvort það mætti flokka þetta undir geðveiki veit ég ekki.

Kveðja
Gumpur

1 Comments:

At 8:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held einhvern vegin að leiðinlegt fólk haldi að það sé skemmtilegt....

 

Skrifa ummæli

<< Home