sunnudagur, júní 26, 2005

Viðfjörður, mikið var nú gaman að koma þangað í fyrsta skipti þetta er alveg ótrúlega skemmtilegur staður til þess að taka myndir og líka til að njóta þess að vera út í náttúrunni.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór út í Viðfjörð og ekki fór ég keyrandi heldur fótgangandi og
myndi ég skjóta á að þetta væru svona ca. 10 km semsagt 20 km fram og til baka, í för með mér voru Maja, Jóhanna Guðna og Valli og gekk ferðin bara þrusu vel þótt sumir hefðu verið orðnir frekar þreyttir í endan og ætluðu varla að hafa það seinustu metrana ég nefni engin nöfn. Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir frá ferðinni á myndasíðuna. Smella skal hér

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home