mánudagur, maí 30, 2005

Er álverið virkilega orðið þess virði ég bara spyr????? Mér finnst ég vera farinn að bera meiri neikvæðni í garð þessa álvers heldur en áður, fyrst var ég alveg harður með þessu en svo er ekki lengur en það eru þá ekki einhver umhverfissjónarmið sem ráða ferðinni þar heldur eru það þau samfélagslegu áhrif sem þessar framkvæmdir eru hafa. Í dag getur þú nánast því ekki farið út að skemmta þér nema verða var við dóp og annan rusllýð DÓP virðist hreinlega vera orðinn fastur liður í skemmtanavenjum manna og þykir mér það mjög sorglegt, en það er ekki það sem böggar mig mest heldur er það að vita af krökkum sem einu sinni eru ekki búinn að klára grunnskólan eru byrjuð að fikta eða hafa prufað það finnst mér sorglegast af þessu öllu saman. Eru þessar framkvæmdir þessi virði að ungt fólk sé komið í mun meira mæli út í fíkniefni sem getur endað með skelfingu og jafnvel dauða. Ég bara spyr.....

Kveðja
Gumpur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home